12. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. október 2023 kl. 09:30


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi kl. 11:05 vegna starfa á vegum Alþingis og tók Eyjólfur Ármannsson þá við fundarstjórn.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 09:30
Kl 9:30. Aðalsteinn Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
Kl. 10:25. Unnur Helga Óttarsdóttir frá Þroskahjálp. Kjartan þór Ingason, Bergþór Heimir Þórðarson, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Rúnar Herrera Þorkelsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Með Rúnari kom Sigurður Egill aðstoðarmaður hans. Hjörtur Örn Eysteinsson frá NPA miðstöðinni.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 12:00
Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Seðlabanka Íslands um tiltekin atriði. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:01
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:02